Keppnisdagur í fimleikum á Special Olympics í Aþenu

Viðurðarríkur dagur að kveldi kominn en í dag fylgdumst við með einkasyninum keppa í fimleikum á Special Olympics hér í Aþenu enda var megin tilgangur ferðarinnar einmitt sá að fylgjast með þeirri keppni. Þrátt fyrir að um tíma stefndi í að við gætum ekki fylgst með keppninni vegna allsherjarverkfalls.

 
Gærdeginum var eytt í verslunarmiðstöð þar sem ljóshærði helmingurinn eyddi m.a. 1 klst og 10 mín í H&M sem ekki þykir nú átakanlega langur tími í augum hans (hennar) þrátt fyrir að gráhærði helmingurinn haldi öðru fram. Seint í gærkveldi komumst við að því að tveggja daga allsherjarverkfall væri að skella á í dag og á morgun og fyrirheitna lestin, sem til stóð að notast við til að  koma okkur á milli svæða til að horfa á Birki, yrði ekki starfrækt þessa tvo daga. Með hjálp hótelsins tókst okkur að panta leigubíl sem átti að sækja okkur kl. 10 í morgun og skutla okkur á staðinn sem er töluvert fyrir utan borgina. Þetta stóðst allt saman, bílinn kom og skilaði okkur á réttan stað fyrir tiltekinn tíma. Á leiðinni varð bíllinn þó að stoppa í um 10 mínútur á meðan kröfugangan gekk eftir veginum fyrir framan bíllinn og stoppaði alla umferð.

Deginum eyddum við í Helliniki höllinni sem er skylmingahöllin frá Ólympíuleikunum 2004 og fór fimleikakeppnin þar fram. Strákarnir sem kepptu fyrir íÍslands hönd í fimleikum eru þrír og gekk öllum mjög vel. Birkir vann tvö gull, fyrir bogahest og tvíslá, silfur fyrir gólfæfingar, brons fyrir hringi og fjórða sæti fyrir stökk. Foreldrarnir eru auðvitað alveg í skýjunum og Birkir einnig en nú fær hann nokkurra daga tímabært frí til afslöppunar áður en haldið verður heim á leið.

Á morgun er síðasti heili dagurinn okkar Eiðs hér í Aþenu. Verkfall verður einnig á morgun en samt verður stefnan tekin á aðra H&M búð sem er nálægt hótelinu, stefnt er á heimsókn í Plaka hverfið til að kaupa glingur og svo langar okkur mikið að borga okkur í bíltúr um borgina þar sem við getur hoppað að vild í og úr tveggja hæða stætó. Óskin er síðan að enda daginn á að fara út að borða og á bíóferð í útibíói sem eru nokkuð algeng hér um slóðir. Kveðja í bili, Íris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir blogg Íris. Stórkostlegur árangur hjá drengnum og gaman ad fá fréttir. Thid verdid eiginlega ad bera gulldrenginn i gullstól um götur Aþenu. Hamingjuóskir frá Norge. Hlakka til ad sja ykkur i næstu viku. Rúna

Runa (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband