Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Olga

Gaman að lesa ferðasögurnar ykkar. Bíð spennt eftir framhaldi frá France... Ástarkveðja, Olga.

Olga (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 31. júlí 2012

Góða skemmtun

það er bara yndislegt að lesa þessa ferðasögu ykkar. hafið það bara ógeðslega gott þarna úti. hugsa til ykkar og vonandi er veðurguðinn ykkur hliðhollur. kærar kveðjur frá Helluhól

Signý Rut Friðjónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 22. júní 2010

Kvedja fra Vellinge i Sverige

Liten hälsning från Pernilla, Peter, Anna och Emma i Vellinge i Sverige. Kul att läsa om er resa i Amerika. Hälsa min moster Maja!! Puss och kram, Pernilla

Pernilla Svensson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. júlí 2007

Rjómablíða

Smá spartsl kveðjur úr Norðurmýrinni. Hér er allt í rúst og mikil gleði. Ég er sannfærð um að Geirfinnur sé grafinn á bak við einn eldhúsvegginn. Ég er komin með nóg af Bylgunni og langar í ÁTVR á lagerútsölu. Ég geri ráð fyrir að ömmurnar hafi á endanum skilað sér og ég bið ofsalega vel að heilsa öllum! Vonandi kemst Birkir til New York! Já, og það er enn frábært veðrið á klakanum.

Ester (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. júlí 2007

Kvedja fra Oslo

Sma kvedja aftur hedan fra landinu langa. Er spennt ad heyra hvort allt hafi gengid vel med ömmurnar. Enn og aftur, Iris takk fyrir ritgledina. Frabært ad fylgjast med ykkur. Bestu kvedjur fra Ævari og Freyju. Maria og Domino bydja örugglega lika ad heilsa enn thau eru farin i sumarbudir (unglingur og hundur). Kvedja enn og aftur, Runa

Kristrun Arnarsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. júlí 2007

kveðja úr Hafnarfirðinum

Hæ, Mig langaði bara að senda ykkur smá línu. Mamma gaf mér slóðina hjá ykkur. Þetta er greinilega mikil ævintýraferð hjá ykkur. Við erum einmitt að undirbúa okkur fyrir okkar ferð. En við förum á laugardaginn til Barcelona. Kærar þakki fyrir household guidinn, hann kom sé mjög vel. kær kveðja Sigurrós, Kári , Darri og Jón Árni

Sigurrós Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. júní 2007

Sumarfrí

Hæ elskurnar og takk aftur fyrir blogg-dugnad. Mjög gaman ad fylgjast med ykkur. Nú á ég bara eftir ad vinna í eina viku i vidbót og fer svo i 3 vikna frí. Er búin ad dobla mömmu í heimsókn í eina viku ... jibby. Ætla svo ad gera eitthvad med dömunum mínum. Gæti verid ad ég færi í fótspor Dagnýjar, keyri til Stockholm og gisti á fljótandi farfuglaheimili og rölti um í bænum... eda kannski Kardimommubæinn í Kristiansand (ef fermingarbarndi mótmælir ekki kröftuglega). Alla vega ferdasögur ykkar og myndir æsa upp i manni löngun til ad fara eitthvad, var nefnilega á dagskránni ad vera heima í ár. Hlakka til ad lesa meira um ykkar ferdir. Bestu kvedjur frá Norge, Rúna

Rúna (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. júní 2007

Dýrahald

Sæl veriði Starri biður að heilsa hann býr búi sínu í búri sínu í svefnherbergi húsfreyjunnar að Arnarási 10d og er bara orðinn mjúkur á manninn/kanínuna og er að mestu leyti til friðs á nóttunni kallanginn - en hvenær á hann að fara heim til sín blessaður??? - eru dómarahjónin að fara í dag? og kemur þá fólk strax í staðinn?? Annars gengur alveg ágætlega með hann - kettirnir sýna honum engann áhuga................. Ég var að lesa nýjasta bloggið, óskaplega spennandi - ég dáist að ykkur hvað þið eruð dugleg að vera á ferðinni og kunnið að njóta - ferðalagið verður örugglega ykkur öllum minnistætt. En ánægjulegt og stórmerkilegt þetta með rækjuátið hjá Birki mínum og loksins hægt að drekka kaffi með Eið!!! Hafið það sem allra best elskurnar mínar - Starri bíður eftir nánari fyrirmælum, allur ein eyru!! Margir koooosssar og knús og kveðjur. Amma Aðalbjörg

Aðalbjörg Karlsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. júní 2007

Kveðja frá Fetsund - Rúna

Hæ hæ, Frábært að finna loksins bloggið. Er búin að fara margar ferðir inn á www.blogcentral.is/fagrabrekka og leita að uppfærslum. Fannst þið vera frekar léleg í þessu enn ég tek hugsanir mínar til baka. Allt fínt héðan. Vonandi komu upplýsingar um Kobé veitingastaðinn til skila. Hafið það sem best.

Rúna (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. júní 2007

Ömmur

Sæl veriði - Vorum að skoða myndasýninguna okkur til mikillar ánægju, og bloggið er alveg frábært og gaman að fylgjast með ykkur, þið eruð ótrúlega dugleg en endilega skiljið eftir smá orku þar til ömmur mæta á svæðið, hlökkum mikið til. Flott hjá ykkur að fara í dómsalinn, var dómarinn eins fallegur og í sjónvarpsseríunum? og hvernig eiginlega í ósköpunum líta læknamistök út í Ameríku - voru þau slæm?, og var kviðdómurinn hallærislegur???? Hér var dásamlegur þorskréttur á borðum í kvöld og armenskt súkkulaði með kaffinu, á morgun stendur til að fara á grænmetismarkað í Mosó og fara í góðan göngutúr í sveitinni - veðurspáin ér nefnilega góð fyrir helgina - skiptir máli eins og þið vitið!!!!, er spáin góð í Vesturheimi???? Margir kossar og mikið knús frá ÖMMUM stöddum í Arnarási

Aðalbjörg (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. júní 2007

Embla

Það er sko ekki leiðinglegt að fá að fylgjast með ykkur sprikla þarna í BNA. Þið breytist ugglaust í fiska eftir allt svamlið, hlakka mikið til að sjá útkomuna. Vona að þið finnið leið til að ná ykkur niður á Mrs. Mosquito. Ástarkveðjur úr sólinni á norðurlandi.

Embla (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. júní 2007

Starri

Heil og sæl. Nú er Starri kominn til mín og er alveg að ná sér á strik - hlýr og mjúkur og vill láta strjúka sér. Leit yfir hjá ykkur heima, allt að verða í blóma í garðinum, gullregn, sírena, bóndarós yllir og auðvitað rabarabarinn - lukka hjá sumarblómunum líka. Gaman að fylgjast með ykkur, vona að þið hafið það gott í Daytona - og notið nú sólarvörnina. Við sjáum í fréttum að ykkur tókst að ná geimskutlunni niður, það var nú fínt, ykkur ekki fisjað saman! Mikið verður gaman að hitta ykkur eftir 2 vikur - get varla beðið..... Starri, Úlfur og Ester biðja að heilsa Kossar og kveðjur amma Aðalbjörg.

Aðalbjörg (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. júní 2007

Amma Maja

Nú hef ég eyðu þar sem notandanafn og lykilorð eiga að koma, mér býðst ekki að setja inn nýtt í stað þess gleymda. Ég fylgist spennt með ferðalagi Fögrubrekkugengisins og dáist að dugnaði tengdadóttur minnar í blogginu. Gaman, gaman, hlakka til að hitta ykkur öll. Knús.

Amma Maja (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. júní 2007

Amma Maja reynir enn

Tæknitregðan alveg að fara með ömmu Maju, prufurnar skila sér en ekkert annað. Hvað gerist nú?

Amma Maja (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. júní 2007

Amma Maja

Önnur prufa

Amma Maja (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. júní 2007

Amma Maja

Önnur prufa

María Vilhjálmsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. júní 2007

Amma Maja

Prufa

María Vilhjálmsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. júní 2007

Fjör

Hrikaleg gaman að lesa um ævintýri ykkar, vona að pödduskrattarnir fari bara að halda sig til hlés. Allt gott af okkur að segja, heimilið lenti reyndar í heitu vatnsbaði en trygingarnar redda því (sprungu göt á miðstöðvarofninn við borðstofuborðið og heitt vatn sprautaðist af miklum krafti) Ég hugsa til ykkar og endilega sendið smá sólskín yfir hafið til okkar. Sumarkveðja frá Elínu og co.

Elín (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. júní 2007

Kanada

Bílar á Daytona ströndinni er doldið sérstakt. Við vorum að hitta frænda okkar áðan, hann Ryan sem er frá Kanada. Langömmur okkar voru systur. Hann hefur búið hér á klakanum áður og spilað körfubolta með íslenskum liðum en var núna á landinu með stutt körfuboltanámskeið fyrir börn. Hann kom í heimsókn með félaga sínum Jamie og þeir slógu algjörlega í gegn hjá Heklu og Sölva og bara hjá okkur öllum. Myndarpiltur hann Ryan og í æðum hans rennur sannkallað Mýrarblóð :D Síðan er auðvitað mikill kostur að honum líkar landið (ég veit!) og því eigum við örugglega eftir að hitta hann oftar hér á klakanum. Við segjum ykkur síðan alla söguna þegar þið komið aftur, Gestabókin er kannski ekki rétti staðurinn til að teikna upp ættartré. Mamma biður vel að heilsa, við erum að horfa á hinn árlega 17. júní handboltalandsleik, vonandi sjáið þið hann á netinu án vandræða.

Ester (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. júní 2007

Sumarið er tíminn

Þið standið ykkur mjög vel í blogginu, er mjög stolt :) Flottar myndir. Sumarið er ekki ennþá komið hér, vil ég meina, þrátt fyrir tæplega tveggja stiga hitatölur :)

Dagný (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. júní 2007

Mosquito veisla

Hæ, þið öll. Flugurnar hafa greinilega orðið mikið glaðar þegar þið mættuð á svæðið - veisla fyrir þær, á ykkar kostnað ;-) Gaman að fá að fylgjast með, vonandi skemmtið þið ykkur frábærlega vel. Farið samt varlega! Kveðja; Hrefna Kap

Hrefna Kap (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. júní 2007

Mig langar í svona sjó

Jæja, nú hef ég loksins troðið mér inn á eitthvað þráðlaust net hér á hótelinu og get því séð myndirnar. Textann get ég síðan lesið í símanum á meðan fyrirlesarar mala um eitthvað misgáfulegt. Mikið rosalega líst mér vel á þetta og öfunda ykkur mikið! Í London er auðvitað massa hitabylgja á mælikvarða íslendings en það eru 99,9% líkur á rigningu seinna í dag... hins vegar er dálítið kúl að vera við hliðina á London Tower. Var ykkur falið að raka köttinn eða var hann svona við komu ykkar? Spurning um að mamma fái ekki neinar hugmyndir á meðan ég er í burtu... Jæja, matarhlé búið og ég þarf að koma mér á fleiri fyrirlestra. Hafið það gott!

Ester (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. júní 2007

Amma Maja

Sæl aftur elskurnar. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa til ykkar sundurbitinna eftir flugnaskammirnar. Ekki segja þeim að amma Maja sé væntanleg til Ameríku, þessi kvikindi elska mig út af lífinu. Af veðrinu er það að segja að nú er hitabylgja á landinu kalda, um það bil 10 stig sem vonandi endast fram yfir hádegi. Esjan sést greinilega og allir kátir. Knús. Amma Maja

Amma Maja (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. júní 2007

USA :)

Hæ Íris og co! Óska ykkur góðrar skemmtunar á ferðalaginu, það verður stuð á ykkur! Kv, Andri HR

Andri Freyr Stefánsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. júní 2007

hæ hó

hm

Ómar Rögnvaldsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. júní 2007

Kveðja

Sæl öll sömul. Frábært sð geta fylgst með ykkur, grunar að einn sé í skýjunum yfir öllu saman. Set ykkur í favorites. Knús til allra. Elín Þ. og co.

Elín Þorsteinsd. (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. júní 2007

Amma Aðalbjörg

Elskurnar - frábært að fá fréttir, úff, ég verð bara að fara úr peysunni þegar ég sé myndirnar, gaman að sjá krakkana fáklædd og ánægð annars reyndar prýðisveður hér og bara ágætt síðan þið fóruð, vonandi notar Fögrubrekku íbúarnir núverandi það vel. Ester fór til London í gær sunnud. og kemur á miðv.kvöld, bræður því í minni umsjá!! ég sendi slóðina á Ingó og Hildi og hvet eindregið til dagbókarfærslu helst daglega, þetta er algjört ævintýri hjá ykkur. Ömmu/mömmuknús Aðalbjörg

Aðalbjörg Karlsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. júní 2007

Amma Maja

Sæl elskurnar. Þessi bloggsíða Fögrubrekkugengisins lofar góðu. Frábært að heyra frá ykkur í himnaríkisvist. Hér gengur allt vel. "Norska" fjölskyldan flaug út seinnipartinn í gær eftir vel heppnaða fermingarveislu í fyrradag og síðan heljarinnar grillveislu á glænýrri verönd Ástu systur. Hlakka til að fylgjast með ykkur á næstunni. Knús til allra.

María Vilhjálmsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband