Montague

Jæja þá er lokaáfangi ferðarinnar hafinn. Við komum seint í gærkveldi í myrkri til Montague og áttum ekki í neinum erfiðleikum með að finna húsið inn á milli trjánna enda með GPS tæki sem er ótrúlega hjálplegur hlutur við svona aðstæður. Ferðalagið var langt og strangt, geðveik umferð og stíflur í kringum New York sem við þurftum að taka sveig framhjá, allt hafðist þetta þó að lokum. Landslagið í New York fylki er mjög fallegt og breyting á því er búin að vera mikil á leiðinni frá Florída, fín tilbreyting að keyra hæðir og hóla í stað þessa flata landslags sem hefur verið ríkjandi undanfarnar 3 vikur.
Húsið er yndislegt, ekki mjög stórt (sem betur fer) og allt mjög snyrtilegt. Það er staðsett inn í skógi og Eydís vakti okkur í morgun með því að segja okkur að hún hefði farið út í garð og séð, tvo íkorna, kanínu, þvottabjörn og fullt af fuglum enda er bakgarðurinn skógurinn. Ég hlakka mikið til að eyða þessari síðustu viku hér og ekki skemmir fyrir að ömmurnar komi á morgun til okkar, það verður örugglega stuð í litla húsinu í skóginum.
Tvær kisur eru í húsinu sem okkur er treyst fyrir að passa en við höfum nú varla séð þær (nema rétt aðeins tvö strik sem skjótast upp og niður stigana á miklum hraða) enda eru þær víst með afbrigðum feimnar. Dagurinn í dag verður notaður til að kanna umhverfið, þvo þvott og koma okkur fyrir en á morgun verður farið til Boston og ömmurnar sóttar á flugvöllinn.
Fréttir af Diljá eru þær að ég held að hún hafi hrist af sér hitann og sé orðin frísk :)

Kveðja frá BNA
Iris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband