29.6.2007 | 00:31
Virginía
Mikill keyrsludagur að baki í dag, lögðum af stað frá Charleston í Suður-Karólínu klukkan 9 í morgun og vorum komin hingað í Chester í Virginíu um kl. 6 í dag. Chester er lítill bær rétt fyrir sunnan Richmond og við hótelið er fín sundlaug sem að sjálfsögðu var nýtt um leið og komið var á staðinn. Mjög heitt er í veðri, líklega um 95 á Farenheit, en skýjað og stuttu eftir að við stigum upp úr lauginni þá byrjuðu lætin. Það rignir eldi og brennisteini þ.e. veður staðarins er þrumur og eldingar með MJÖG mikilli rigningu. Núna er bara beðið eftir að það stytti upp svo hægt sé að hætta sér í næsta hús og borða án þess að vökna mjög mikið.
Síðustu nótt eyddum við í Charleston í Suður-Karólínu, ofsalega skemmtilegur bær, ekki ósvipaður og Savannah en virðulegri. Það er virkilega spennandi að koma í borgarferð bæði til Savannah og Charleston, það eru æðislegar búðir, veitingastaðir og það mikið að skoða að það myndi duga til að fylla upp í nokkra daga.
Á morgun er stefnan tekin á Washington. Leggja á snemma af stað héðan í fyrramálið og eyða deginum í Washington. Annað kvöld á að keyra til Delaware og gista þar eina nótt og fara síðan til New York og eyða tveimur dögum þar, mikil tilhlökkun er að fara til New York hjá fólki, sérstaklega hjá Birki
Bless í bili
Iris
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.