12.6.2007 | 03:46
Dagur þrjú. Punktur.
Deginum var eytt við sundlaugina í gær, fyrir utan stuttan göngutúr í nágrenninu.
Um kvöldið grilluðum við í Tiki húsinu (það er þetta með stráþakinu á myndunum). Þetta er rosa flott hús með bar, ísskáp, vaski, rennandi vatni, grilli og sjónvarpi. Við erum alvarlega að pæla í að flytja inn eitt svona stykki heim eða að reyna að kópera það í garðinn heima.
Í morgun vöknuðu menn á misjöfnum tímum. Eiður og Eydís eru enn á íslenskum tíma og vöknuðu um kl. 6 í morgun en restin hefur nokkurn vegin jafnað sig á tímamismuninum og vöknuðu því milli kl. 8 og 9. Það var ekki falleg sjón sem blasti við mönnum þegar þeir horfðu á hvorn annan, allir útbitnir eftir Mosquito flugur. Ég held að ég sjálf hafi farið verst ,að venju, og óhætt er að segja að um 50-60 bit sé að ræða á mér einni en meira segja Birkir og Eiður sem hafa aldrei verið bitnir eru með fullt af bitum núna. Þetta flugukyn hér í Florida Keys fer greinilega ekki í manngreiningarálit.
Ég verð nú samt að minnast á eitt sem mér dettur í hug þegar minnst er á Mosquito flugur, ég rakst á auglýsingu í bæjarblaði staðarins, um sjónvarpsstöð sem sendir út einn dag í viku, tvo tíma í senn og umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu-- Mosquito flugur-- og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir bit. Mér sýnist næsta útsending vera á miðvikudag klukkan 19 og ég bíð spennt.
Annars var dagurinn í dag notaður í ferð á ströndina, við keyrðum í rúmlega klukkutíma á rosalega fallega strönd sem heitir Bahia Honda. Hvítur sandur, lítið af fólki, yndislega heitur sjór og engar öldur. Við vorum í um tvo klukkutíma á ströndinni og keyrðum síðan heim. Að venju verður kvöldið tekið rólega og ekki er búið að plana alveg morgundaginn, kannski verður það kanósigling, kemur í ljós.
Búið er að finna út nafn kattarins. Hún heitir Emma og er rúmlega 1. árs gömul, hún er rosalega fjörug og leikur sé mikið við krakkana.
Kveðja
Iris
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.