Islamorada

Eftir langan og strangan keyrsludag í gær erum við komin til Islamorada í Florida Keys. Ef himnaríki er til þá held ég að þetta hljóti að jafnast á við það. Hér ætla ég að eyða ellinni, kaupa mér hús og bát og njóta náttúrunnar, vonandi koma myndir inn bráðlega sem sýna dýrðina.

Smá yfirlit yfir ferðalagið okkar fram að þessu.

Föstudagurinn 8. júní : Við mættum allt of snemma út á flugvöll. Engin röð í innritun né skoðun og eyddum því einum þremur klukkutímum út á flugvelli áður en farið var í loftið.

Flugið gekk ágætlega, það var klukkutíma styttra en til stóð vegna hagstæðra vinda og tók því ekki nema 6 klst og 45 mín. Krakkarnir voru ótrúlega góðir allan tímann og kvörtuðu aldrei.

Vel gekk að finna bílinn á flugvellinum og ferðalagið á hótelið sem við gistum á fyrstu nóttina gekk einnig vel. Hótelið var í um klukkutíma akstur frá flugvellinum, við Cocoa Beach og við hliðina á því var McDonalds, krökkunum til mikillar gleði.

Laugardagurinn 9. júní : Daginn eftir (þ.e. í gær) var haldið snemma af stað til Florida Keys. Til stóð að ferðalagið stæði um 5-6 tíma en reyndin var sú að það tók okkur um 12 tíma að komast hingað, sem má rekja til stopps í risastórum verslunarkjarna og kröfu af hendi yngsta fjölskyldumeðlims um fjöldamörg pissustopp (óeðlilegt að mati foreldranna). 

DSC02704

DSC02707

Þó að dimmt væri orðið gekk nokkuð vel að finna húsið og þessi fíni hvíti ljónaklippti persneski köttur tók á móti okkur fagnandi (vitum ekki nafnið á honum ennþá, en það er í rannsókn).

Eftir að búið var að henda af sér dótinu þá var farið út að borða á góðum ítölskum sjávarréttastað hérna rétt hjá. Eftir það voru allir uppgefnir og farið var beint að sofa.

DSC02716_edited-1

Sunnudagurinn 10. júní : Planið í dag er að eyða deginum í leti við sundlaugina og núna er ég ein eftir inn í húsinu, allir aðrir eru komnir þangað. Ég held að ég hætti þessu núna og drífi mig líka, set kannski inn meira í kvöld.

Kveðja

Iris

IMG_1397


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband