Fyrsti dagur Póllandsferðar

1-hotel-exterior_1027369.jpg

Ástæða þess að rykið hefur verið þurrkað af bloggþræðinum er ferð okkar hjóna til Póllands. Að fara til Póllands ereitthvað sem við áttum ekki von á að yrði að veruleika, ekki það aðPóllandsferð hafi verið sérstakur draumur hjá okkur, við erum bara einfaldlegaað elta 17 ára einhverfan son okkar landa á milli. Birkir er þátttakandi íSpecial Olympics sem haldnir eru í Varsjá í ár og það var ómögulegt annað en aðfara og fylgjast með, enda krakkinn að fara í fyrsta skiptið til útlanda ánmömmu og pabba. Betra að fylgjast með úr fjarlægð heldur en yfirhöfuð ekki.

Birkir lagðiaf stað til Póllands aðfaranótt miðvikudagsins 15. september og stefnirhópurinn á heimferð þann 23. september nk. Dætrum okkar, Eydísi og Diljá, tilmikillar gleði ákváðum við að skilja þær eftir í höndum ammanna og skella okkurmeð til Póllands. Planið er að ná hluta af leikunum, fara út að morgni 17.september og koma heim að kvöldi 21. september. Áætlað var að fljúga meðIcelandair til Noregs, bíða þar í um sjö klst., fljúga svo með Norwegianairlines til Varsjá. Þessa sjö tíma ætluðum við að nota til að heimsækja Rúnuog fjölskyldu, systur Eiðs, sem býr í Fetsund sem er ekki langt fráflugvellinum í Noregi. Þar var að sjálfsögðu búið að bjóða okkur í rækjudinner,nammi namm. Við ætlum svo að nýta okkur þjónustu Iceland Express á leiðinniheim en þeir fljúga á milli Varsjá og Keflavíkur nokkuð reglulega.

Þegar þetta erskrifað er komin nótt að pólskum tíma. Þessi fyrsti dagur Póllandsferðar okkarhjóna er að lokum kominn og er búinn að vera vægast sagt viðburðarríkur ognokkuð skrautlegur á köflum.

Stefnan vartekin á að vakna kl. 4 síðastliðna nótt þar sem flugvélin átti að fara í loftiðkl. 7:50 en það gaf okkur klukkutíma til að fara í sturtu og borða morgunmat.Við áttum aðeins eftir að henda nokkrum hlutum af snúrunni í tösku og þvílögðumst við lítið stressuð til svefns, kannski aðeins of lítið.

Um morguninnvaknaði ég við eitthvað og sá í gegnum hálflokuð svefnklesst augun tvær óljósarverur standa yfir rúminu okkar sem voru að ræða saman, þekkti ég þar dæturokkar. Það flaug í gegnum huga mér að ég væri stödd á líkvöku og ég sjálf værilíkið en komst fljótlega til vitundar um að ég væri nú sennilega ekki dauð.Næsta hugsun sem fór í gegnum huga mér var að ég eða Eiður ættum afmæli og tilstæði að vekja okkur með afmælissöng en það hringdi heldur ekki neinum bjöllum.Augun hvörfluðu loks upp í loft þar sem endurskinið af vekjaraklukkunni hansEiðs sýndi að klukkan væri 07:07. Þessi sýn kippti mér inn í raunveruleikann ogég gargaði á Eið, enn með svefnklesst augun, “klukkan er orðin sjö við höfumsofið yfir okkur”. Við hentumst út úr rúminu og á einhvern ótrúlegan hátt náðumvið að hendast í fötin, taka draslið og rjúka út í bíl á þremur mínútum. Áleiðinni  út á flugvöll reiknaðistokkur til að við hefðum um 50 mínútur til að ná fluginu og byrjuðum við aðplana hvernig við færum að því að fá flugfélagið til að bíða eftir okkur. Okkurtókst eftir nokkrar tilraunir og símhringingar í 118 að hringja á flugvöllinnog þar svaraði lokst einhver kona sem sagði mér þá ótrúlegu frétt að fluginuseinkaði og vélin færi ekki í loftið fyrr en kl. 10. Þvílíkar fréttir, það ernú ekki eins og flugi sé seinkað um rúma tvo tíma á hverjum degi og að það hafihist akkúrat á þegar við þurftun á seinkun að halda er ótrúlegt. Þettta er einsog að vinna í happadrætti og við sem vinnum aldrei neitt og þá meina ég aldreineitt.

Við erum búinað vera með áskrift að einni röð í Lottó síðan árið 2003 og eru tölurnarafmælisdagar fjölskyldumeðlima. Við unnum til að byrja með 2-3 sinnum þrjárétta en ekki hefur komið vinningur á röðina í ca fimm ár. Ótrúlega lélegartölur en áskriftinni er að sjálfsögðu ekki hægt að segja upp þar sem tölurnarmyndust örugglega breytast mjög snögglega í vinningstölur eftir að við segðum uppáskriftinni.

En aftur aðaðalatriðinu. Við komst á flugvöllinn og það stóðst sem bjargvætturinn hafðisagt, seinkun til kl. 10. Mér tókst að kjafta mig inn á konuna í Saga Lounge ogherja út að komast í sturtu og síðan fengum við okkur morgunverð. Eftir það tókvið bið til kl. 10:15 og síðan aðrir tveir tímar í viðbót inn í flugvélinni þarsem ástæða seinkunar var sú að beðið var eftir farþegum frá New York semskiluðu sér seint og illa. Það var víst brjálað veður í NY sem orsakaði seinkuná ameríkufluginu sem hafði líka þessi fínu dominóáhrif á flugið til Noregs.Vélin fór loksins í loftið kl. 11:45, við hefðum svo sannarlega getað fengiðokkur sturtu og morgunmat heima og haft fínan tíma.

Þessi miklaseinkun varð þess þó valdandi að við höfðum minni tíma til að eyða í Noregi oghöfðum ekki tíma til að skreppa í heimsókn í Fetsund. Rúna kom til okkar einsog ákveðið hafði verið en í staðinn fyrir að fara heim til hennar settumst viðá ágætan hótelbar sem var aðeins í nokkra mínútna fjarlægð frá flugvellinum ogspjölluðum þar til tími var fyrir okkur Eið að taka vélina til Varsjá.

Flugið gekkágætlega, að vísu vorum við eins og í sardínudós, ég gat ekki sett niður borðiðhjá mér nema að reka hjarirnar á því í hnén á Eiði, þvílík þrengsli. Vélin vartroðfull og mest áberandi af farþegum voru meðlimir norskrar lúðrasveitar semer að fara að halda tónleika í Varsjá annað kvöld. Fransk-horn leikarinn sateinmitt við hliðina á mér og laumaðist reglulega til að staupa sig á flösku afGammel Dansk. Í lok flugsins tók hún um axlirnar á mér og drafaði að ég værihendes islandske venner J

Ferðin áhótelið gekk mjög vel og hótelið er nú nett ævintýri. Við erum upp á 17. hæð ogí stað útsýnis á steinvegg (það er nú venjan hjá okkur að enda inn á einhverjumsvoleiðis cheap herbergjum) erum við með frábært útsýni yfir borgina. Sloppurog inniskór, vatn, ávextir og konfekt biðu upp á herbergi, að vísu bara fyrireinn, spurning hvort að það hafi orðið einhver mistök við bókunina á hótelinu,veit ekki alveg hvort ég á að kvarta eða halda áfram að vera laumufarþegi.

Við fórum útað borða í kvöld á stað sem heitir því netta nafni 99. Þar fengum við mjöggóðan mat, ef maturinn verður svona það sem eftir er ferðar erum við í góðummálum.

Opnunarhátíðleikanna er ekki fyrr en annað kvöld og því ætlum við að túristast á morgun eneinnig hef ég fengið það verðuga verkefni að hjálpa eiginmanninum að kaupahanda sér jakka. Að sjálfsögðu veit ég um búð sem er kjörin í verkefnið, en þaðer H&M, sem passar að sjálfsögðu mjög vel inn í mín plön. Hvað hefði maðurað gera í útlöndum ef ekki væri H&M.

Meira ámorgun.

 

Pólskarkveðjur

Íris, skrifaðá föstudagskvöldi.

 

PS. Heyrðum í Birki áðan og allter að sjálfsögðu gott að frétta af honum.

Vantar myndir hér inn sem skýristaf því að engar myndir hafa ennþá verið teknar J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn gaman að búið sé að dusta rykið af blogginu.  Yndislegt að hitta ykkur aðeins þótt stutt væri. Hefði auðvitað verið flottast ef þið hefðuð vaknað á réttum tíma og vélin farið timalega líka, og þið hefður kíkt við, enn þá væri sagan náttúrulega ekki eins góð. Það voru sem sagt rækjur í kvöldmatinn í gær hjá okkur og svo verður eitthvað fiskigrateng í kvöld, sennilega með smá rækjum í. Svo sat ég ein að hvitvísflöskunni í gærkvöldi, sem átti að deila milli ykkar.

Í morgun smakkaði ég svo aðeins á dýrindis sólberjasultu með chili og papriku. Íris þú ert snillingur í sultugerð.

Fann svo bókina um Varsjá sem ég talaði um, "The golden book of Warsaw". Aðallega byggingar (kastalar og kirkjur), gamli bærinn og  "old town walls" (kastalinn sem ég talaði um). Mikið talað um "The Royal Castle", af myndum að dæma væri gaman að kíkja þar inn. Mikill íburður. Við fórum með stelpurnar í dýragarðinn í Varsjá þegar við vorum þar. Hann var ansi fínn, gæti verið hugmyd ef t.d. ef Birkir á eitthvað frí. Góða skemmtun alla vega. Fult af góðum mat í Varsjá. Hlakka til að lesa meira. Rúna

Runa (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 10:34

2 identicon

Jakka! Kauptu frekar linsu! Canon EF 50mm f/1.8 :D

Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar. Bið að heilsa öllum Pólverjum!

Kveðja

Ingó

Ingólfur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 11:14

3 identicon

Gaman að lesa um þetta lán í óláni (eða ólán í láni)!

Einhver reyndi um árið að hringja í Leifsstöð og tilkynna sprengju í vélinni (sem hann var að missa af) en á einhvern undarlegan hátt komst málið upp þegar viðkomandi mætti sallarólegur út á völl. 

Mér skilst að bjórinn í Póllandi sé með þeim betri. Njótið vel.

Baráttukveðjur til Birkis :)

Og ykkar í H&M. Má ekki gleyma því. H&M í Póllandi hlýtur að vera hundbilligt.

Bkv.

Dagný

Dagný (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 11:56

4 identicon

Elsku hjón. Allt gott að frétta hér, tvær krúttlegar, öskugráar flyksur fara hamförum á heimilinu og hjálpa til við prjónaskap og fleira, s.s. allt eins og á að vera. Við Eydís og Diljá tókum þátt í göngu og fundi Besta-flokksins gegn ofbeldi og fordómum í frábæru veðri í dag. Við gengum Skólavörðustíg og niður á Ingólfstorg ásamt þúsundum annarra, stemmingin mikil ekki síst þar sem Juan sonur Alberto´s kom fram spilandi á gítar og söng ásamt vinum sínum. Við hittum hann þarna á eftir og sögðum honum að Birkir væri í Póllandi að keppa í frjálsum íþróttum, - sem pabbi hans hefði lagt grunninn að, alveg yndislegur piltur, sem bað kærlega að heilsa ykkur og Birki. Í framhaldinu fórum við inn á Kaffi Loka og fengum okkur heita drykki og gúmmolaði með, það var frábært. Ágætis kvöldmatur var svo eldaður þrátt fyrir gasleysi, enda heimilið vel græjað, Ingó kemur í fyrramálið og bjargar málunum.

Hlökkum til að lesa framhald frá Warsjá.......

Kær kveðja frá þremur tví.... og fimm fjórfættum í Fögrubrekku

Amma ráðskona í Fögrubrekkur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband